08. desember. 2008 12:53
 |
Halldór Jörgensson og Eggert Herbertsson |
Tölvufyrirtækið Omnis, sem meðal annars rekur starfsstöðvar á Akranesi og í Borgarnesi, hefur hlotið gullvottun sem Microsoft-samstarfsaðili. Það þýðir að fyrirtækið og starfsmenn þess hafi staðist ítrustu kröfur Microsoft og er í hópi þeirra sem mesta þekkingu hafa á lausnum fyrirtækisins. Gullvottunin er alþjóðlegur mælikvarði sem Microsoft notar til að meta samstarfsaðila sína og er tekið tillit til ýmissa þátta á borð við þekkingu starfsmanna og árangur í sölu, þjónustu og þróun á Microsoft-lausnum.