08. desember. 2008 01:45
Næstkomandi sunnudag, þann 14. desember kl. 16, verður aukasýning á hinum geysivinsæla einleik Benedikts Erlingssonar Mr. Skallagrímsson í Landsnámssetrinu í Borgarnesi. Sýningin var frumsýnd vorið 2006. Þetta er því þriðja leikárið og ekkert lát á aðsókn. Þar sem allar sýningar í desember eru nánast uppseldar var ákveðið að efna til þessarar auksýningar og fólk hvatt til að bóka tímanlega þar sem aðeins er 81 sæti í boði og þegar eru bókanir farnar að berast. Í Mr. Skallagrímssyni segir Benedikt sögu Egils Skallagrímssonar af einstakri snilld. Hann vekur til lífsins persónur sögunnar og hrýfur áhorfendur með sér inn í þennan forna sagnaheim.