Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. desember. 2008 03:37

Enn er kvartað fyrir fokmengun

Íbúar í nágrenni Sementsverksmiðjunnar á Akranesi hafa undanfarna daga kvartað yfir að því er virðist tveimur aðskildum málum er snerta fokmengun frá umhverfi verksmiðjunnar. Annarsvegar urðu íbúar við Suðurgötu fyrir sandfoki frá athafnasvæði verksmiðjunnar síðari hluta nóvembermánaðar. Hinsvegar urðu íbúar við Jaðarsbraut og Suðurgötu fyrir foki vegna svokallaðs rafsíuryks um liðna helgi. Eins og fram kom í Skessuhorni fyrir hálfum mánuði síðan lét Sementsverksmiðjan hreinsa hús í nágrenni verksmiðjunnar vegna sandfoksins.

Gunnar H Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir í samtali við Skessuhorn að ástæða sandfoks í lok nóvember hafi verið suðaustan hvassviðri sem gerði síðari hluta nóvember. Við það hafi fíngerður sandur fokið yfir nærliggjandi hús úr þrónni og frá Langasandi. “Í slíku hvassviðri af suðaustan er nær útilokað að hefta fok af lausum sandi, en við létum hreinsa hús í kjölfarið,” sagði Gunnar.

 

Varðandi fok af völdum rafsíuryks um liðna helgi segir Gunnar að ástæðan hafi verið sú að verið var að tæma efnisþró á föstudaginn eins og gert er reglulega á nokkurra vikna fresti. Vegna tilfallandi aðstæðna hafi ekki verið hægt að aka í burtu 18 af þeim 60 bílförmum af rafsíuryki sem flytja hefði átt í efnisgeymsluna í Hvalfirði og því hefði orðið að geyma efnið til bráðabirgða í sandþrónni. Hann segir að í þessari viku verði þessu efni ekið í burtu enda gert ráð fyrir að fært verði til að vörubílarnir geti losað efnið á geymslustað þess í Hvalfirði. “Það er alveg ljóst að sandþróin á ekki að vera til geymslu rafsíuryks að jafnaði og þetta voru tilfallandi aðstæður sem urðu þess valdandi að við neyddumst til að geyma þessi bílhlöss í þrónni í nokkra daga,” sagði Gunnar.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is