Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. desember. 2008 10:14

Háskólastrákarnir unnu aðaltvímenning BB

Aðaltvímenningskeppni Briddsfélags Borgarfjarðar lauk í gærkvöldi. Fulltrúar háskólanna í Borgarfirði fóru með sigur af hólmi. Þeir eru báðir Norðlendingar að uppruna, Ingvar Jónsson úr frægustu briddsfjölskyldu landsins á Siglufirði er nemandi LbhÍ á Hvanneyri. Makker hans er Stefán Stefánsson frá Akureyri. Þeir náðu forystu í upphafi móts og héldu henni allt til enda þó heimamenn hafi aðeins verið farnir að saxa á forskot þeirra undir lokin. Í öðru sæti urðu Sveinbjörn Eyjólfsson og Lárus Pétursson á Hvanneyri. Þess má geta að Sveinbjörn er reiknimeistari félagsins og náði þessum árangri þrátt fyrir að hafa reiknað út árangur spilara jafnóðum við spilamennskuna. Í þriðja sæti urðu Borgnesingarnir Rúnar Ragnarsson og Jón Ágúst Guðmundsson. 

Úrslit efstu para urðu þessi:

 

 

  1. Stefán og Ingvar 288
  2. Sveinbjörn og Lárus 243
  3. Rúnar og Jón Ágúst 235
  4. Jón H E og Unnsteinn 175
  5. Anna og Kristján 159
  6. Gísli og Guðni 129
  7. Sveinn og Magnús 75
  8. Ingimundur og Karvel 71
  9. Stefán og Sigurður 55
  10. Guðmundur og Guðjón 54
  11. Jón og Baldur 9

 

Starfið framundan:

Dagskráin framundan er þessi: Næstkomandi föstudagskvöld verður hinn árlegi Jólasveinatvímenningur spilaður í Logalandi klukkan 20. Öllum er velkomið að mæta en sem fyrr er fyrirkomulagið þannig að pör verða dregin saman. Mánudaginn 15. des verður síðasta spilamennska félagsins fyrir jól. Laugardaginn 27. desember fara félagar síðan á árlegt Þorsteinsmót á Blönduósi. Að lokum er minnt á Briddshátíð Vesturlands sem fer fram á Hótel Borgarnesi helgina 3.-4. janúar.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is