11. desember. 2008 11:31
Hið árlega Jólablað Skessuhorns kemur út næstkomandi miðvikudag, 17. desember. Að vanda verður það langstærsta blað ársins, en jafnframt það síðasta sem kemur út fyrir hátíðirnar. Vinnsla blaðsins er hafin en sökum stærðar þess er bent á að frestur til að skila inn efni og auglýsingum er styttri en fyrir hefðbundna útgáfu. Þeir, sem vilja koma efni á framfæri í blaðinu, eru beðnir að koma því til ritstjóra nú fyrir helgi á netfangið ritstjori@skessuhorn.is Þá verður tekið við auglýsingapöntunum fram til hádegis mánudaginn 15. desember á netfangið palina@skessuhorn.is Einnig bendum við á símann 433-5500.