09. desember. 2008 04:04
Tveir ökumenn voru teknir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna á svæði lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum í liðinni viku. Farþegi í öðrum bílnum viðurkenndi að eiga hassmola sem fannst við leit í bílnum. Í hinum bílnum fundust einnig fíkniefni sem og við leit á ökumanninum sem var einn í bílnum. Vista þurfti ökumanninn um tíma í fangaklefa þar sem hann var ekki viðræðuhæfur vegna neysluástands. Í bílnum fundust umbúðir og efni til íblöndunar, auk hluta sem lögreglan taldi þýfi. Kvaðst viðkomandi vera á leið vestur á Snæfellsnes þegar hann var stöðvaður.