10. desember. 2008 03:06
Stór hluti Vestlendinga greiðir sín iðgjöld í lífeyrissjóðinn Festu, sem einnig þjónar Reykjanesskaga og Suðurlandi. Gylfi Jónsson framkvæmdastjóri Festu segir ljóst að sjóðurinn sé í svipaðri stöðu og margir lífeyrissjóðir í landinu, að hann muni tapa umtalsverðum hluta eigna sinna vegna hruns bankakerfisins. Um 10 þúsund sjóðsfélagar greiða til Festu lífeyrissjóðs í hverjum mánuði og að auki fimm þúsund hluta af árinu. Um þriðjungur þeirra er af Vesturlandi. Gylfi segir að rétthafar af Vesturlandi séu þó öllu fleiri ef meðtalin eru geymd réttindi þeirra sem einhvern tíma hafa greitt í sjóðinn.
Sjá nánar í Skessuhorni sem kemur út í dag.