11. desember. 2008 03:05
Á Akranesi eru nú að minnsta kosti til þrennir þríburar. Í dag, fimmtudaginn 11. desember er afmælisdagur þríburanna sem eru í 8. bekk Brekkubæjarskóla, þeirra Jósefs Halldórs, Svönu og Þóru Bjarkar Þorgeirsbarna. Meðfylgjandi mynd var tekin af þeim í morgun þegar árleg jólamorgunstund var í skólanum.
Skessuhorn óskar þeim, sem og öðrum afmælisbörnum, til hamingju með daginn.