16. desember. 2008 09:17
 |
Frá afhendingu gjafarinnar |
Síðastliðinn laugardag komu góðir gestir færandi hendi til Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi. Ættingjar Fríðu heitinnar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi heimilismanns á DAB, komu í heimsókn með eftirlifandi eiginmann Fríðu, Val S. Thoroddsen, í broddi fylkingar. Færðu þau heimilinu að gjöf, til minningar um Fríðu og Eyrúnu Jónu dóttur hennar, eina milljón króna. “Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi þakkar Val og fjölskyldu þann mikla hlýhug sem þau sýna heimilinu með þessari höfðinglegu gjöf,” sagði Björn Bjarki Þorsteinsson framkvæmdastjóri í samtali við Skessuhorn.