17. desember. 2008 07:39
 |
Guðmundur og Sveinbjörn. Símamynd: GJ |
Áratugahefð er fyrir því að félagar í Briddsfélagi Borgarfjarðar spila laufléttan jólasveinatvímenning á aðventunni. Þá eru hefðbundnar venjur brotnar upp. Meðal annars draga spilarar sig saman og mynda pör þannig. Spilað var sl. föstudag og urðu sigurvegarar kvöldsins, með afgerandi hætti, þeir Sveinbjörn Eyjólfsson og Guðmundur Arason sem uppskáru 173 stig. Í öðru sæti urðu nafnarnir Magnús Björgvinsson og Magnússon með 138 stig, í þriðja sæti voru Heiða Hvanneyringur og Elín Þórisdóttir með 136 stig og jafnir í fjórða og fimmta sæti voru Sindri Sigurgeirsson og Einar Guðmundsson ásamt þeim Guðmundi Jóhannssyni og Rúnari Ragnarssyni með 132 stig.