17. desember. 2008 02:08
Í tilkynningu frá Íslandspósti kemur fram að síðasti öruggi skiladagur jólakorta og jólapakka innanlands er föstudaginn 19.desember nk. svo allt skili sér í tæka tíð fyrir jólin. Síðasti dagur fyrir TNT hraðsendingar til landa utan Evrópu er fimmtudagurinn 18. desember en 19. desember fyrir TNT hraðsendingar til Evrópu. Pósturinn tekur alltaf á móti jólapósti en öruggast er að senda jólapakkana og jólakortin fyrir ofangreindar dagsetningar.
Allar nánari upplýsingar um síðustu skiladaga, staðsetningu pósthúsa, opnunartíma og þjónustu Póstsins er að finna á www.postur.is