Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. desember. 2008 09:22

Misstu vinnuna og blésu til tónleika

“Vinnan hjá mér hefur minnkað mikið og félagi minn, sem er lærður smiður, er atvinnulaus. Við ákváðum að reyna að gera eitthvað til að halda lífi í samfélaginu í Borgarnesi og koma íbúum í jólaskap. Þetta er það sem fólk þarf núna, að komast út og skemmta sér, þegar þjóðfélagið er í steik og margir búnir að missa vinnuna,” segir hinn öflugi Brynjar Berg Guðmundsson sem hefur ákveðið að blása til aðventutónleika með Bubba Morthens í hátíðarsal MB í Borgarnesi nú á laugardag í samvinnu við félaga sinn, Fannar Þór Kristjánsson. Þeir hafa áður staðið fyrir ýmsum uppákomum en Brynjar hefur starfað sem hljóðmaður í Þjóðleikhúsinu og fyrir ýmsar hljómsveitir.

Drengirnir ætla líka að standa fyrir plötusnúðakvöldi á Vinakaffi annan í jólum og gamlárskvöld auk þess sem meiningin er að fá Lay Low til að halda tónleika í Borgarnesi í janúar. “Ef vel gengur náum við okkur í smá aukapening en eins og gefur að skilja er þetta tiltölulega áhættusamt dæmi. Við seljum miðann á Bubbatónleikana bara á 2.000 krónur og þurfum að vera með uppselt til að allt gangi upp. Þetta er engin gróðastarfsemi og ef illa gengur höldum við ekkert jólin hátíðleg,” segir Brynjar og hlær. Hann segir að þeir hafi lengi íhugað hvaða listamann þeir ættu að fá til liðs við sig. “Við ákváðum að prófa að fá Bubba. Ég kannast við umboðsmanninn hans og hafði því greiðan aðgang að karlinum. Hann var samvinnufús og til í að koma.”

 

Sem fyrr segir verða tónleikarnir með Bubba haldnir í hátíðarsal MB. Allir miðar verða seldir í sæti, alls 220 talsins. Forsala hófst á þriðjudag og þegar Skessuhorn talaði við Brynjar síðdegis sama dag var augljóst að Borgnesingar höfðu tekið vel í uppátækið. “Miðarnir rjúka út eins og heitar lummur,” segir Brynjar og bendir á að einnig megi hringja í sig til að fá miða í síma 846 4976.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is