18. desember. 2008 09:10
Eins og kom fram hér á vefnum í gær urðu mistök í prentsmiðju í gær þess valdandi að einhver hluti upplags Jólablaðs Skessuhorns fór í dreifingu með slæmum galla. Sá galli lýsir sér þannig að það vantar blaðsíður 25-48 inn í blaðið. Við vitum ekki hversu stór hluti þetta er, en áætlum að það gæti verið 5-10% af upplaginu. Til að tryggja að áskrifendur fái heil blöð er nú verið að prenta allt upplagið á ný í prentsmiðjunni og fer það í dreifingu í dag. Áskrifendur skulu því ekki undra sig á að þeir fá annað blað í hendur í dag eða á morgun. Beðist er velvirðingar á þessu.