20. desember. 2008 10:08
Aðalfundur Egils, Félags ungra sjálfstæðismanna í Borgarnesi, samþykkti ályktun á fundi sínum í gær þar sem félagið mótmælir öllum skattahækkunum áður en önnur úrræði verða fullreynd. Í heild sinni er ályktunin þannig:
“Egill, félag ungra sjálfstæðismanna í Borgarnesi, leggst gegn öllum skattahækkunum og hækkunum opinberra gjalda fyrr en öll önnur úrræði hafa verið reynd. Áður en til þess kæmi mætti t.d. skera niður ríkisstyrki til stjórnmálaflokka, fækka ráðherrum og sameina ráðaneyti."