19. desember. 2008 02:45
 |
Eitt verkanna á sýningunni |
Gyða L. Jónsdóttir sýnir nú verk sín í anddyri Sjúkrahússins og heilsugæslustöðvarinnar á Akranesi. Flest verka hennar eru gerð á síðastliðnu ári og ber yfirskrift sýningarinnar nafnið - Konur. “Það er svo margbreytilegt að mála eða móta konur af öllum gerðum,” segir Gyða. Hún hóf listnám sitt í Myndlista- og handíðaskólanum í Reykjavík en fór eftir það í myndhöggvaranám til London og Kaupmannahafnar auk þess sem hún lærði auglýsingalist í Ameríku. Gyða bjó í London og Kaupmannahöfn í yfir 30 ár og rak fyrirtækið Tessera Designs sem sérhæfði sig í hönnum veggflísa og þá mest fyrir neðanjarðarbrautapalla í London, þar á meðal Kings Cross stöðina, sem var stærsta verkefni Tessera Designs. Þá hannaði hún flísamyndir fyrir heimili og opinberar stofnanir. Má nefna höll Soldánsins af Brunai í London, Houses of parliament, Legoland, Dover underpass og Blackfriars underpass.