19. desember. 2008 01:30
Háskólinn á Bifröst, SíA - Samband íslenskra auglýsingstofa og ÍMARK hafa gert með sér samkomulag um sérhæft markaðsnám á háskólastigi sem er sérsniðið að þörfum þeirra sem vilja auka við menntun, þekkingu og hæfni á sviði markaðsfræða. Val námskeiða og skipulag þeirra er samstarfsverkefni kennara við Háskólann á Bifröst og sérfræðinga sem eru aðilar að SÍA og ÍMARK. Opið markaðsnám er fjarnám sem býður upp á mikið valfrelsi þannig að nemendur geta valið þá kúrsa sem best hentar hverju sinni. Nemendur geta stundað nám samhliða vinnnu eða tekið fleiri kúrsa ef námið er stundað einvörðungu.
Ekki hefur verið mikið framboð af sérhæfðu markaðsnámi fyrir þá sem vinna á auglýsingstofum og að markaðsmálum í fyrirtækjum. Hér er því kjörið tækifæri til að styrkja sig faglega jafnframt vinnu og fyrir þá sem misst hafa vinnu tímabundið gefst tækifæri til að nýta tímann til þess að auka við þekkingu sína og færni. Námið hefst 6. janúar 2009. Hægt er að sækja um námið á heimasíðu Háskólans á Bifröst, www.bifrost.is þar eru einnig eru frekari upplýsingar um námið. Opna markaðsnámið er lánshæft samkvæmt reglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna.
Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Ragnar Gunnarson framkvstj. Fíton, Jón Þrándur Stefánsson dosent á Bifröst, Ragnar Már Vilhjálmsson hjá Glitni, Reynir Kristinsson deildarf. Bifröst, Hafsteinn Sv. Hafsteinsson fulltrúi IMARK, Magnús B. Baldursson form. SÍA og Ásmundur Þórðarson, frá Auglýsingamiðlun.