19. desember. 2008 10:59
Úrvalsdeildarlið Snæfells átti góðan leik þann síðasta fyrir jól í gær þegar liðið sótti Njarðvíkinga heim í síðustu umferð deildarinnar þetta árið. Fyrir leikinn stóðu Njarðvíkingar í 4. sætinu með 12 stig en Snæfellingar tveimur stigum eftir í 7. sæti með 10 stig. Eftir æsispennandi leik stóðu Snæfellingar uppi sem öruggir sigurvegarar; 55-85. Ágæt lýsing er af leiknum á: www.karfan.is
Hjá Snæfell var Jón Ólafur að spila mjög vel og var með 20 stig og 10 fráköst. Sigurður Þorvaldsson var að venju atkvæðamikill með 21 stig. Subasic var með 17 stig og Hlynur með 15 stig og 13 fráköst og 7 stoðs. Hjá Njarðvík setti Logi 16 stig og Friðrik 15 stig og tók 15 fráköst.