19. desember. 2008 07:53
 |
Fólksbíllinn var mjög illa farinn |
Harkalegur árekstur tveggja bíla varð um klukkan 16:30 í dag á þjóðveginum skammt sunnan við afleggjarann að Grundartanga í Hvalfjarðarsveit. Tildrög slyssins voru þau að ökumaður pallbíls missti stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að hann rakst framan á fólksbifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Fólksbíllinn skemmdist mikið og pallbíllinn lenti utan vegar en töluvert hár kantur er á þessum stað. Engin slasaðist alvarlega í árekstrinum en ökumaður pallbílsins slasaðist á öxl og fjórir sem voru í fólksbílnum voru fluttir á sjúkrahús til skoðunar. Samkvæmt upplýsingum lögreglu á vettvangi handarbrotnaði ökumaður fólksbílsins en aðrir hlutu minni áverka. Í kjölfarið þessa óhapps varð þriggja bíla árekstur þegar aðrir bílar komu að vettvangi. Engan sakaði í seinni árekstrinum.