20. desember. 2008 10:18
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa nú í kvöld leitað tveggja manna sem villtust í slæmu veðri í Skarðsheiði undir kvöldið. Báðir mennirnir eru fundnir og er verið að flytja annan þeirra undir læknishendur en hann var orðinn mjög kaldur. Hinn er heill á húfi. Hátt í hundrað manns á vegum björgunarsveitanna koma að leitinni. Skafrenningur og töluverður vindur er á svæðinu og færð þung og tafði það nokkuð leit og björgun.