20. desember. 2008 06:29
Skallagrímsmenn eru enn án stiga í Iceland Express deildinni, þegar keppnin er hálfnuð. Skallagrímur fékk Íslandsmeistastara Keflavíkur í heimsókn í gærkveldi og tapaði 52:97. Landon Quick var öflugastur Skallagrímsmenna skoraði 17 stig og tók níu fráköst. Skallagrímur er því enn neðsta liðið í deildinni og sex stig eru í næstu lið, Stjörnuna og FSu.
Piltarnir í Snæfellsliðinu geta hinsvegar farið ágætlega sáttir í jólafríið eftir góðan sigur í ljónagryfjunni í Njarðvík í 11. umferðinni á fimmtudagskvöldið, 85:55. Snæfell náði þar með að koma sér á stall með liðunum sem berjast um fjórða sætið í Iceland Expressdeildinni, sem veitir heimaleikjarétt í úrslitakeppninni í vor. Tindastóll tapaði óvænt á Króknum í gærveldi, föstudagskvöld, fyrir Breiðabliki og þau úrslit þýða að nú þegar deildarkeppnin er hálfnuð eru jöfn með 12 stig í í 4.-6. sæti deildarinnar Snæfell, Tindastóll og Njarðvík. KR er í efsta sætinu með 22 stig, Grindvíkingar koma næstir með 22 stig og í þriðja sætinu er Keflavík með 14 stig.