26. desember. 2008 01:01
Vegagerðin tilkynnir að í dag, annan í jólum, verður þjónusta samkvæmt almennum snjómokstursreglum. Á Vesturlandi eru nú hálkublettir á Snæfellsnesi, snjóþekja og éljagangur á Holtavörðuheiði og hálkublettir og hálka á öðrum leiðum. Í öðrum landshlutum er það helst að frétta að hálka eða hálkublettir á velflestum leiðum á Suðurlandi og hálkublettir á Sandskeiði og Hellisheiði, hálka í Þrengslum. Á Vestfjörðum er snjóþekja, hálka og hálkublettir. Hálka og éljagangur er á Steingrímsfjarðarheiði. Á Norðvesturlandi er hálka, hálkublettir og éljagangur við Húnaflóann, hálkublettir á Vatnsskarði og hálka á Öxnadalsheiði, en aðrar leiðir eru greiðfærar. Á Norðausturlandi er flestar leiðir greiðfærar þó eru hálkublettir á Víkurskarði og á Melrakkasléttu. Á Austur- og Suðausturlandi eru flestar leiðir greiðfærar.