29. desember. 2008 07:46
 |
Séð ofan í lest skipsins |
Í vikunni fyrir jól lagðist flutningaskipið Wilson Cadiz að höfn í Rifi á Snæfellsnesi. Farmur þess var stór hluti af húsi nýju vatnsátöppunarverksmiðju Iceland Glacier Product sem byrjað verður að reisa eftir áramót. Skipið er um 100 metra langt og fór því talsvert fyrir því við bryggjuna í Rifi.
IGP hefur nú opnað heimasíðu sem mun greina frá framkvæmdum á byggingarstað. Þar er nú útsending frá veðurmyndavél sem lýsir veðráttu á byggingarstað í máli og myndum. Slóðin á síðuna er www.iwater.is