31. desember. 2008 03:58
Búast má við þokkalegu veðri til flugeldaskota í kvöld. Veðurstofan spáir austlægri átt, yfirleitt 5-10 m/s, en 10-15 m/s við suðvesturströndina. Dálitlum éljum er spáð við Breiðarfjörð framan af en léttir til vestanlands í kvöld og nótt, en dálítil rigning eða slydda verður suðvestantil á landinu á morgun. Líklega verður að mestu frostlaust í kvöld.