02. janúar. 2009 11:51
Vel viðraði fyrir áramótabrennur að þessu sinni og voru nokkrar slíkar á Vesturlandi þar sem árið var kvatt með flugeldum og myndarlegu báli og nýju ári heilsað um leið. Meðfylgjandi mynd tók Helga H Ágústsdóttir á Vatni af brennunni við Árblik í Miðdölum þar sem bændur komu saman og fögnuðu nýju ári. Fleiri myndir frá brennum í Dalabyggð má sjá á vef sveitarfélagsins; www.dalir.is