05. janúar. 2009 04:40
Eigendur sex húseigna á starfssvæði Orkuveitu Reykjavíkur fengu í dag viðurkenningar fyrirtækisins fyrir glæsilegar jólaskreytingar. Þar af var eitt hús á Akranesi, Grenigrund 48, sem fékk viðurkenningu en þar búa hjónin Sigurður Guðjónsson og Gígja Garðarsdóttir. Í umsögn dómnefndar um skreytingar þeirra segir: “Jólalýsing eins og þær gerast jólalegastar, blanda af marglitum perum, hvítum seríum og jólafígúrum, komið fyrir á smekklegan máta.”
Við afhendinguna, sem fram fór í höfuðstöðvum Orkuveitunnar, hafði Hjörleifur B. Kvaran forstjóri það sérstaklega á orði að aðdáunarvert væri hversu glæsilegar skreytingarnar hefðu verið nú þrátt fyrir stormasama aðventu í fleiri en einum skilningi.