07. janúar. 2009 09:13
Fjárhagsáætlun Dalabyggðar var samþykkt á fundi sveitarstjórnar á næstsíðasta degi liðins árs og stefnt er að framlagningu 3ja ára áætlunar fyrir næstu mánaðamót. Samkvæmt fjárhagsáætluninni er gert er ráð fyrir tæplega 37 milljóna króna halla á rekstri sveitarfélagsins í ár. Reyndar ætla Dalamenn að bregðast við samdrætti í þjóðarbúinu og aðsteðjandi efnahagsvanda með því að ráðast í mannfrekar framkvæmdir. Áætlunin gerir m.a. ráð fyrir byggingu fjögurra leiguíbúða, en húsnæðisskorts hefur gætt í Dalabyggð á liðnum misserum. Til að standa straum af þeim framkvæmdum verði sótt um lán til Íbúðalánasjóðs fyrir 64 milljónir króna og sveitarsjóður Dalabyggðar leggi fram 16 milljónir í stofnframlag leigufélags um byggingu leiguíbúðanna.
Sjá nánar í frétt í Skessuhorni sem kemur út í dag.