07. janúar. 2009 12:19
Landbúnaðarráðherra hefur skipað Framleiðnisjóði landbúnaðarins stjórn til næstu fjögurra ára frá 15. janúar að telja. Frá þessu er greint á vef FL í dag. Eftirtaldir einstaklingar munu þá skipa stjórn sjóðsins: Kjartan Ólafsson, alþingismaður er formaður nýrrar stjórnar og Guðný Helga Björnsdóttir, bóndi á Bessastöðum í Hrútafirði en þau eru skipuð af landbúnaðarráðherra án tilnefningar; Gunnar Sæmundsson bóndi í Hrútatungu, og Sveinn Ingvarsson bóndi í Reykjahlíð á Skeiðum eru tilnefndir af Bændasamtökum Íslands og Ólöf Hallgrímsdóttir Hraunbergi í Skútustaðahreppi eru tilnefnd af ráðherra byggðamála (iðnaðarráðherra).
Varamenn í sömu röð verða: Þorsteinn Tómasson skrifstofustjóri, varaformaður og Vigdís Sveinbjörnsdóttir, bóndi á Egilsstöðum; Haraldur Benediktsson bóndi og formaður Bændasamtaka Íslands og Svana Halldórsdóttir bóndi á Melum og Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir Ísafirði.