07. janúar. 2009 02:50
 |
Guðlaugur Þór Þórðarson |
Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra er nú að kynna umfangsmiklar skipulagsbreytingar á heilbrigðisþjónustu í landinu, á fundi með fréttamönnum. Eiga breytingarnar að taka gildi 1. mars nk. Með tillögunum á að nást sparnaður í heilbrigðiskerfinu upp á 6,7 milljarða króna miðað við upphafleg drög að fjárlögum, þar af 1,3 milljarður vegna skipulagsbreytinga. Með tillögum ráðherrans er markmiðið að hagræða í rekstri um 550 milljónir króna í heilbrigðisþjónustu vegna skipulagsbreytinga á landsbyggðinni , en alls um 730 milljónir miðað við fyrri drög að fjárlögum á landsbyggðinni í heild. Miklar breytingar verða því gerðar á skipulagi og stjórnun en grunnþættir þjónustunnar varðir. Hér á Vesturlandi verða átta stofnanir sameinaðar í eina með höfuðstöðvar á Akranesi og hefur hún þá 17.626 íbúa á starfssvæði sínu.
Þeirra stærst er SHA, en auk þess allar heilsugæslustöðvar á Vesturlandi, Ströndum og austanverðum Vestfjörðum, þ.m.t. Reykhólahreppi auk vestur Húnavatnssýslu.