08. janúar. 2009 04:07
Blásið verður til tónleika í Samkomuhúsinu í Grundarfirði næstkomandi sunnudag, 11. janúar kl. 18.00. “Allur ágóði rennur til félaga okkar Jóns Þórs og Valdimars sem glíma við erfið veikindi,” segir í tilkynningu. Fyrir tónleikunum standa ungir Grundfirðingar með góðri hjálp heimamanna. “Miðaverð verður krónur 500. kr., ekkert aldurstakmark - og bara stuð,” segir í frétt frá tónleikahöldurum.