10. janúar. 2009 01:54
Í tilkynningu frá Rarik segir að rafmagn fór af Saurbæjarlínu í Dalabyggð um kl. 12:40 í dag. Töluverður vindur er samfara ísingju á svæðinu. Vinnuflokkur Rarik í Búðardal er farinn í bilanleit og er búist við að bilunin verði staðsett fljótlega og að viðgerð taki ekki langan tíma. Rafmagn fór af Laxárdal í Dölum í nótt einnig vegna ísingar og lauk viðgerð í morgun. Línan hafði farið í sundur við Engihlíð. Loks fór rafmagn af Mýralínu í nótt og lauk viðgerð þar um klukkan 4:30 í morgun.