19. janúar. 2009 09:06
Hér á Vesturlandi er nú hálka, hálkublettir eða snjóþekja á vegum. Hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiði og snjóþekja á Bröttubrekku, samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Á Suðurlandi er víða hálka eða hálkublettir. Það er hálka og éljagangur á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. Á Vestfjörðum er víða þæfingsfærð en verið er að moka helstu leiðir. Á Norðurlandi er hálka, snjóþekja og einhver skafrenningur. Flughált er frá Húsavík að Ljósavatnsskarði. Á Norðausturlandi er flughált frá Þórshöfn að Kópaskeri, annars er víðast hvar hálka eða snjóþekja. Mokstur er í gangi á helstu leiðum. Á Austurlandi er verið að moka helstu leiðir en þar er hálka og snjóþekja. Þæfingsfærð er yfir Breiðdalsheiði. Á Suðausturlandi er hálka eða hálkublettir.