22. janúar. 2009 11:40
 |
Sigríður Björk Jónsdóttir |
Sigríður Björk Jónsdóttur fulltrúi Borgarlistans í sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur sagt sig úr sveitarstjórn og nefndum vegna brottflutnings úr sveitarfélaginu. Á síðasta fundi sveitarstjórnar voru henni þökkuð góð störf í þágu sveitarfélagsins og henni óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi. Varamaður hefur því tekið sæti hennar í sveitarstjórn en það er Þór Þorsteinsson, kerfisfræðingur á Skálpastöðum II. Ekki liggur fyrir hverjir munu taka sæti Sigríðar Bjarkar í nefndum sem hún sat í, en hún var meðal annars formaður menningarnefndar og sat í skipulags- og bygginganefnd.