23. janúar. 2009 03:48
Í leikskólanum Klettaborg í Borgarnesi var haldið upp á Bóndadaginn í dag. Starfsfólk kom með gamla muni og fræddi börnin um gamla tímann, slegið var upp balli í salnum og borðaður þorramatur í hádeginu, en hann mæltist reyndar misvel fyrir. Meðfylgjandi mynd tók Guðbjörg Hjaltadóttir.