27. janúar. 2009 11:25
Tveir vaskir Borgfirðingar kepptu á Íslandsmótinu í bekkpressu á ÍKF mótinu síðastliðinn laugardag og gerðu sér lítið fyrir og slógu tvö Íslandsmet. Þetta voru þeir Einar Örn Guðnason frá Brautartungu í Lundarreykjadal og Þorvaldur Á Kristbergsson úr Stafholtstungum.
Einar Örn varð Íslandsmeistari í 82,5 kg flokki og setti tvö drengjamet. Hann tók þyngdirnar 130 og 135 kg, aðeins 17 ára gamall. Þorvaldur varð Íslandsmeistari í mínus 140 kg flokki og vann einnig stigabikarinn sem veittur er fyrir besta “lyftarinn” á mótinu. Þeim sigri landaði hann með að lyfta 250 kg í fyrstu lyftu, fór svo í 260 kg, en klikkaði á henni, en í þriðju lyftu fór hann aftur í 260 kg og fór það upp.