30. janúar. 2009 10:05
Þrátt fyrir aðhald í útgjöldum stendur Grundarfjarðarbær við áður gefin fyrirheit um styrk vegna átaks í útrýmingu minks á Snæfellsnesi. Á síðasta fundi bæjarráðs Grundarfjarðar var tekin fyrir umsókn frá Umhverfisráðuneytinu um styrkt til þriggja ára átaks við útrýmingu minks á svæðinu. Í afgreiðslu bæjarráðs segir að fyrir liggi samþykkt Grundarfjarðarbæjar frá árinu 2006 um að veita ráðuneytinu styrk vegna átaks um útrýmingu minks á Snæfellsnesi, sem nemur sömu fjárhæð og greidd var í verðlaun fyrir minkaveiðar árið 2005. Þá voru greiddar kr. 56.000 fyrir veiðar á minkum og nemur því upphæð styrksins krónum 168.000.