28. janúar. 2009 03:05
Í tilkynningu frá Náttúrustofu Vesturlands segir að á morgun, fimmtudaginn 29. janúar klukkan 12:15 - 12:45, flytur Hálfdán Helgi Helgason, meistaranemi í líffræði við Háskóla Íslands, erindi fyrir hönd Náttúrustofu Suðurlands. Erindið nefnir hann "Lundarannsóknir í Vestmannaeyjum". Hægt verður að fylgjast með erindi hans um fjarfundabúnað. Í Stykkishólmi er hægt að fylgjast með erindinu í Egilshúsi og á Hvanneyri í Landbúnaðarháskólanum (Vesturstofu í Ásgarði). Nánar má lesa um fræðsluerindi Náttúrustofa og á hvaða stöðum hægt er að fylgjast með þeim með því að smella á auglýsinguna hér til hliðar.