29. janúar. 2009 01:03
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness hefur sett sig í samband við Sturlu Böðvarsson, fyrsta þingmann NV kjördæmis og óskað eftir því að haldinn verði opinn fundur með öllum þingmönnum kjördæmisins fljótlega í næstu viku. “Þar verður til umræðu ákvörðun sjávarútvegsráðherra um heimild til hvalveiða að nýju. Tók forseti Alþings vel í þessa hugmynd og ætlar að hafa samband við þingmenn kjördæmisins til að finna hentugan tíma í næstu viku,” segir Vilhjálmur í pistli á vefsíðu VLFA í dag. Vilhjálmur segir að sjtórn Verkalýðsfélags Akraness vilji sjá hver afstaða þingmanna kjördæmisins er til þessara jákvörðunar sjávarútvegsráðherra enda mun þessi ákvörðun, ef hún fær að standa óhögguð, skapa tugi nýrra starfa á Akranesi og skapa umtalsverðar útflutningstekjur fyrir þjóðarbúið.