Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. febrúar. 2009 06:21

Guðbjartur verður forseti Alþingis

Í samkomulagi hinna nýju ríkisstjórnarflokka felst meðal annars að Guðbjartur Hannesson, oddviti Samfylkingar í NV kjördæmi verður forseti Alþingis. Í samtali við Skessuhorn nú síðdegis sagðist Guðbjartur búast við miklum önnum á komandi þingi sem sennilega mun standa í einar átta vikur. “Ég verð kosinn forseti Alþingis á fyrsta fundi eftir skipun nýrrar ríkisstjórnar væntanlega á morgun eða þriðjudag,” sagði Guðbjartur. “Þetta verður annasamt átta vikna þing og kosið í framhaldinu 25. apríl í vor. Mitt fyrsta verk verður að gera starfsáæltun fram til vors. Mörg af stefnumálum ríkisstjórnarinnar eru mál sem þegar eru nánast tilbúin, svo sem frumvarp um greiðsluaðlögun. Þá hafa menn verið að skoða breytingar á gjaldþrotalögum og fleiri mál sem varða heimili og fyrirtæki sem sett verða í forgang í meðförum þingsins. Nú tekur við minnihlutastjórn en slíkri stjórn fylgja samningar milli flokka dag frá degi,” segir væntanlegur forseti Alþingis í samtali svið Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is