02. febrúar. 2009 02:49
Í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum kemur fram að aðgerð sem Geir H Haarde formaður flokksins gekkst undir í Hollandi hafi heppnast vel að mati lækna. Geir gekkst undir speglunaraðgerð á Háskólasjúkrahúsinu í Amsterdam þar sem fjarlægt var illkynja mein í vélinda. Geir er væntanlegur heim til starfa síðar í vikunni. Ráðgert er að hann fari í framhaldsmeðferð eftir um það bil tvo mánuði.