03. febrúar. 2009 09:12
Sonja Hille og Ingeborg Breitland hafa verið ráðnar til starfa á upplýsingamiðstöð Markaðsstofu Vesturlands í Borgarnesi. “Þær eru báðar menntaðir leiðsögumenn og hafa góða kunnáttu í þó nokkrum tungumálum svo fáum af þeirra mörgu kostum til starfsins sé varpað fram,” segir Jónas Guðmundsson, forstöðumaður á vef stofunnar. Sonja og Ingeborg hófu báðar störf nú í fyrstu viku febrúar og um leið hefur opnunartími verið lengdur. Þar verður nú opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 09-16:30, föstudaga frá 12-20 og laugardaga frá 10-15. Lokað verður í vetur á sunnudögum.