Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. febrúar. 2009 02:34

Tveir þriðju hlynntir hvalveiðum

Hvalur við Hval 9
Tveir þriðju landsmanna eru hlynntir hvalveiðum í atvinnuskyni, samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar sem Capacent Gallup vann fyrir Sjávarnytjar um helgina. Þar var spurt hvort fólk væri hlynnt eða andvígt því að Íslendingar stundi hvalveiðar í atvinnuskyni. Alls sögðust 67,2% svarenda í könnuninni vera mjög eða frekar hlynntir hvalveiðum í atvinnuskyni. Andvígir voru  19,7% og 13,2% tóku ekki afstöðu. Úrtak könnunarinnar var 1.597 manns og svarhlutfall 60,5%.  „Þetta eru ákaflega jákvæðar niðurstöður og í samræmi við það sem við reiknuðum með. Þessi afgerandi stuðningur við hvalveiðar lýsir vilja meirihluta þjóðarinnar. Niðurstöðurnar eru athygliverðar í ljósi þess að könnunin er framkvæmd mitt í öllu því moldviðri sem þyrlað var upp í kjölfar ákvörðunar fráfarandi sjávarútvegsráðherra,“ segir Gunnar Bergmann Jónsson talsmaður Sjávarnytja.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is