Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. febrúar. 2009 03:39

Aldrei nauðsynlegra en nú að nýta auðlindirnar

“Í því ástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu er það mín skoðun að það verði að skoða allar atvinnugreinar sem hægt er til að auka tekjur þjóðarinnar. Við þurfum einfaldlega að vinna meira og afla meiri peninga. Það er ekki hægt að bjarga þjóðinni út úr þessum þrengingum með því einu að skera niður í velferðarkerfinu og draga saman í opinberum útgjöldum, það dugar einfaldlega ekki til,” segir Guðjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins og þingmaður í NV kjördæmi í samtali við Skessuhorn. Hann segir að nú þýði ekkert tilfinningavæl og vísar þar til óþarflega mikillar varfærni að hans mati í fiskveiðum.  “Árið 1968 unnu Íslendingar sig út úr síldarkreppunni með því að sækja í allar þær fiskitegundar sem í boði voru. Þá voru veiðar að vísu heimilaðar og engin kvótatakmörkun í gangi. Þá unnu Íslendingar sig út úr kreppunni með höndunum og gjarnan var viðhaft máltækið; “Vinnan göfgar manninn og eftirvinnan ennþá meir.” Nú þarf að dusta rykið af slíkum sannindum,” segir Guðjón Arnar.

Sjá nánar í fréttaviðtali við Guðjón Arnar í Skessuhorni vikunnar.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is