Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. febrúar. 2009 02:44

Umferðin aftur að aukast um Hvalfjarðargöngin

Í nýliðnum janúarmánuði fóru 125.359 ökutæki um Hvalfjarðargöng eða 1.200 fleiri en í sama mánuði árið 2008. Þetta er aukning um 0,9% og kemur hún nokkuð á óvart í efnahagslega árferðinu sem þjóðin býr við.  Í frétt á heimasíðu Spalar segir að nærtækt væri að ætla að umferðin í janúar 2008 hefði verið óvenju lítil sem skekkti þennan samanburð, en svo er ekki. Umferðin í janúar 2008 var tæplega 2% meiri en í janúar árið 2007. Þar var því áfram stígandi í tölum frá mánuði til mánaðar, allt til loka fyrsta ársfjórðungs 2008.

Í apríl 2008 mældust fyrst umskipti í íslensku efnahagslífi í umferðartölum Hvalfjarðarganga. Þá fóru færri um göngin en í sama mánuði árið á undan og sama gerðist alla mánuði sem eftir lifðu af árinu 2008. Í janúar 2009 bregður hins vegar svo við að aukning mælist á nýjan leik og nú verður fróðlegt að sjá hvað febrúar ber í skauti sér að þessu leyti.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is