06. febrúar. 2009 01:50
Kristín Þóra Jóhannsdóttir verður fulltrúi Fjölbrautaskóla Vesturlands í úrlitum söngvakeppni framhaldsskólanna sem fram fara á Akureyri í byrjun apríl. Framlag Kristínar þótti það besta af sjö söngatriðum sem boðið var upp á í söngvakeppni Nemendafélags FVA sem fram fór á sal skólans í gærkvöldi. Fjölmenni var viðstatt keppnina, en í þessum sjö söngatriðum tóku þátt alls níu söngvarar, þar sem tveir dúettar voru á ferðinni. Kristín Þóra Jóhannsdóttir söng lagið Angels eftir Jessicu Simpson. Kynnir kvöldsins var hinn landsþekkti Ladda-sonur og skemmtikraftur Þórhallur Þórhallsson.