08. febrúar. 2009 01:45
Rafmagn fór af í uppsveitum í Mýrasýslu um klukkan 18 sl. föstudagskvöld. Í tilkynningu frá Rarik segir að rafmagn hafi farið af álmu að Syðri-Hraundal í Borgarfirði og var af þeim sökum straumlaust á svæðinu frá Varmalandi, Svignaskarði, Eskiholti, Galtarholti og Stórafjalli. Vinnuflokkur frá Borgarnesi lauk viðgerð um klukkan 20:30. Þar sem fremur kalt er í veðri vill Rarik hvetja sumarhúsaeigendur til að huga að húsum sýnum.