Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. febrúar. 2009 12:54

Snæfell valtaði yfir Breiðabliksmenn

Það er enginn bilbugur á Snæfellingum nú þegar lokaspretturinn er framundan í Iceland Expressdeildinni áður en til úrslitakeppninnar kemur. Á sunnudagskvöldið hófst 17. umferðin og fékk Snæfell þá Breiðablik í heimsókn í Hólminn. Blikarnir urðu Snæfellingum lítil hindrun og gerðu þeir út um leikinn nánast strax í fyrsta leikhluta. Eins og í síðustu leikjum byrjuðu Skallagrímsmenn vel þegar þeir mættu í ljónagryfjuna í Njarðvík. Það dugði þó skammt og virðast Borgnesingum allar bjargir bannaðar í deildinni í vetur og 1. deildin bíður þeirra að ári. 

Það var gríðarlega sterkur varnarleikur sem var fyrst og fremst aðall Snæfellspiltanna gegn Blikunum. Þeir náðu 20 stiga forskoti að loknum fyrsta leikhluta og leikurinn náði í raun aldrei að verða spennandi. Í kringum leikhléið sáust tölur eins og 39:13 og 48:17. Snæfell gat leyft sér að láta bekkinn spila mikið til seinni hálfleikinn og lokatölur urðu 99:73.

Jón Ólafur Jónsson fór mikinn í stigaskorinu. Hann gerði 21 stig, Lucious Wagner 16, Hlynur Bæringsson 16, Atli Rafn Hreinsson 13, Sigurður Á. Þorvaldsson 10, Slobodan Subasic 7, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 6, Arnór Yngvi Hermundsson 4, Gunnlaugur Smárason 4, Daníel Lazmi 1 og Egill Egilsson 1. Hjá Breiðabliki var Emil Þór Jóhannsson stigahæstur með 24 og Þorsteinn Gunnlaugsson, sem lék með Skallagrími fyrr í vetur, skoraði 18 stig.

Skallagrímsmenn voru í ham á fyrstu mínútunum í Njarðvík og enginn eins og Sveinn Davíðsson sem skoraði 12 af 14 fyrstu stigum liðsins. En lærisveinar Vals Ingimundarsonar voru ekki lengi í lægðinni og tókst að snúa stöðunni við. Þeir voru komnir sex stigum yfir strax að loknum fyrsta leikhluta og 12 stig skildu liðin af í hálfleik. Munurinn jókst síðan heldur á liðunum í seinni hálfleiknum og lokatölur urðu 96:67 fyrir heimamenn í Njarðvík.

Igor Beljanski var stigahæstur í liði Skallagríms með 25 stig. Landon Quick gerði 18, Sveinn Davíðsson 12, Trausti Eiríksson 5, Sigurður Þórarinsson 5 og Arnar Guðjónsson 2. Hjá Njarðvík var Logi Gunnarsson langstigahæstur með 25 stig. Skallagrímur er enn sem fyrr með tvö stig og tíu stig eru úr fallsætinu í liðin í 9.-10. sæti, ÍR og FSu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is