Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. febrúar. 2009 03:57

Eins og eldhnöttur yfir Snæfellsjökli

Íbúar við Vesturgötu á Akranesi segjast á tíunda tímanum í morgun hafa orðið vitni að óvenjulegum ljósagangi yfir Snæfellsjökli. Helgi Þórarinsson hafði samband við Skessuhorn og sagði að 2ja ára dóttir sín hefði fyrst rekið augun í þetta og síðan bent móður sinni og frænku hennar á ljósfyrirbærið sem sást í einar tvær mínútur frá því þær veittu því eftirtekt en hvarf síðan á bak við jökulinn. Þetta gerðist um stundarfjórðung fyrir tíu. Helgi sagði alveg klárt að ekki hafi verið um tunglið að ræða, sem var í fyllingu í morgun og sást mjög vel í heiðríkjunni. „Þetta var eins og glóandi ljóshnöttur, eins konar sól, sem náði yfir meira en helming jökulsins og var yfir honum öllum að sjá. Síðan seig hún mjög hratt. Það væri gaman að vita skýringar á þessu og hvort fleiri hafi ekki veitt þessu eftirtekt,“ sagði Helgi í samtali við Skessuhorn.

Trausti Jónsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands taldi líklegustu skýringuna á þessum ljósagangi yfir Snæfellsjökli í morgun vera þá að sólaruppkoman hafi speglast í jöklinum og kastast á himininn upp yfir honum. „Fyrst þetta gerðist á þeim tíma sem sólin var að koma upp finnst mér þetta líklegasta skýringin, þótt ekki sé hægt að útiloka annað. Engar eldglæringar er að sjá yfir jöklinum á þessum tíma,“ sagði Trausti.

 

Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur sagði í samtali við Skessuhorn einna helst hallast að því að þetta ljósfyrirbæri, sem greinilega væri mjög sérstakt, stæði í sambandi við sólaruppkomuna og jafnvel möguleiki á speglun frá sjónum sem magnaði upp ljósið. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is