10. febrúar. 2009 08:12
Ný Nautastöð Bændasamtaka Íslands verður vígð í dag að Hesti í Borgarfirði. Húsið verður opið bændum og öllu áhugafólki um íslenska nautgriparækt á milli kl. 13 og 17. Klukkan 14:00 fer vígslan fram auk þess sem boðið verður upp á tónlistaratriði, fyrirlestra og veitingar. Gamla Nautastöðin á Hvanneyri var byggð árið 1960 og Nautauppeldisstöð í Þorleifskoti í Flóa árið 1977. Nýja stöðin á Hesti mun taka við hlutverki þeirra beggja en nautin verða flutt frá gömlu Nautastöðinni á Hvanneyri eftir nokkrar vikur og kálfar frá Þorleifskoti á sama tíma. “Bændasamtökin vonast til þess að sjá sem flesta og samfagna íslenskum bændum sem taka nú í notkun hús sem mun án vafa gjörbæta stöðu nautgriparæktarinnar í landinu,” segir í tilkynningu frá BÍ.