10. febrúar. 2009 02:06
Ragnheiður Ólafsdóttir á Akranesi og varaþingmaður Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi tók í dag sæti á Alþingi. Hún er varamaður Guðjóns Arnar Kristjánssonar formann flokksins sem hefur ákveðið að taka sér leyfi frá þingstörfum næstu tvær vikur til að sinna kjördæmamálum og undirbúningi landsþings Frjálslynda flokksins sem haldið verður dagana 13. og 14. mars næstkomandi.