Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. febrúar. 2009 04:05

Gætið að borðalausum bifreiðum utan vegar

Þrjú umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum í liðinni viku.  Þar á meðal rann til í hálku fólksbifreið á leið vestur á Snæfellsnes og valt ofaní skurð.  Ökumaður slapp án teljandi meiðsla en bíllinn var fluttur á brott með kranabifreið. Vegfarandi sá hvað gerðist og kom ökumanninum strax til aðstoðar.

Theodór Þórðarson yfirlögregluþjónn LBD segir að aldrei sé mikilvægara en þegar frost og snjór er yfir öllu að vegfarendur séu vel vakandi fyrir því að koma fólki til aðstoðar sem lent hefur útaf eða í öðrum umferðaróhöppum. „Lögreglan hefur það fyrir reglu að hnýta gula „lögregluborða” í tjónabíla sem búið er að afgreiða og bíða flutnings kranabíls.  Sé ekki gulur „lögregluborði” á bíl sem er utan vegar er nauðsynlegt að gæta vel að því hvort að einhverjir séu þar í vanda staddur, í stað þess að aka framhjá í þeirri trú að búið sé að redda málunum,“ segir Theodór.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is